Fréttir

Sérsveitin
Sund | 24. júlí 2012

Sérsveitin

 

Sérsveitin er hvatningarkerfi sem byrjaði fyrir ári síðan en þar geta sundmenn unnið sér inn til baka hluta af æfingagjöldunum í sundsjóð sinn. Með þessu hvetjum við okkar bestu sundmenn áfram og verðlaunum þá fyrir skuldbindingu sína. Þeir sem ná í Sérsveitina eru á réttri braut til þess að ná þeim 10.000 tímum á æfingum sem þarf til þess að ná alþjóðlegri velgengni snemma á þrítugsaldri.

Á þessu ári náðu 5 sundmenn í Sérsveitina öll 12 tímabilin. Þetta er alveg frábært og fyrir þetta fengu þau 52.500 krónur  inn á sundsjóðinn. Allir þessir sundmenn syntu á mótum erlendis a.m.k. einu sinni með tilheyrandi kostnaði sem var á bilinu 100.000 til 400.000 kr.  Þó þessir peningar dugi ekki fyrir öllum þessum kostnaði þá munar samt um minna.

Allir þessir sundmenn áttu mjög árangursríkt ár, sáu miklar framfarir og náðu árangri í keppni. Einn þeirra var Íslandsmeistari í opnum flokki, þrír slógu íslensk aldursflokkamet, öll þeirra náðu a.m.k. silfri á AMÍ. Þetta er ekki hrist fram úr erminni!

Vel gert öll við hlökkum til að sjá fleiri sundmenn nýta sér Sérsveitina á næsta ári. 

 

Þeir sem náðu 12 tímabilum

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir

Baldvin Sigmarsson

Þröstur Bjarnason

Birta María Falsdóttir

Laufey Jóna Jónsdóttir