Skemmtilegur æfingardagur
Í gær var síðasti æfingardagur yngri hópa haldinn á þessu æfingatímabili. Eitthvað spilaði gott veður og sumarbústaðaferðir inn í mætinguna en 27 áhugasamir sundmenn sem mættu, það er um helmingi færra en síðustu tvö skipti það var þó frábært að fá þá sem komust. Helga átti afmæli og það var frábært að hún skyldi gefa sér tíma í að koma og vera með okkur á æfingardeginum en hún þjálfaði yngstu sundmennina í Sprettfiskum. Hjördís tók að sér Flugfiska og við vorum svo heppin að fá til okkar sundmenn úr Afrekshópi þau Jón Ágúst og Erlu Sigurjóns. en þau sáu um Sverðfiska þar sem Marín er í Bandaríkjunum til þess að vera við útskrift bróður síns (fyrrverandi ÍRB- og landsliðs sundmaður). Æfingardagurinn var mjög skemmtilegur og prófuðu Sprettfiskar að keppa í 25 m, Flugfiskar í 100m og Sverðfiskar í 200 m. Vel gert hjá öllum.