Skemmtistund Laxa og Sprettfiska í Akurskóla
Um miðjan nóvember hittust Laxar og Sprettfiskar í Akurskóla og áttu frábæra stund saman. Við fórum í allskonar leiki meðal annars ásadans, nornasúpuleik, fílahalarófu og margt fleira. Við spiluðum einnig nokkur spil og var músaspilið vinsælast. Krakkarnir tóku með sér íþróttanammi í nesti og að því loknu fóru allir þreyttir, sveittir og sælir heim eftir allt fjörið.
