Snilldar vormót
Hin 14 ára Karen Mist Arngeirsdóttir sló 12 ára gamalt aldursflokkamet Erlu Daggar Haraldsdóttur í 50 m bringusundi. Karen synti á tímanum 34.64 aðeins 5 mínútum eftir að hafa bætt tíma sinn í 100 skrið en eldra metið var 34.68. Það verður gaman að fylgjast með henni bæta það enn meira á árinu.
Þetta var ekki eina gamla metið til þess að falla. Sunneva Dögg Friðriksdóttir sló stúlknamet UMFN frá 2003 í 50 skrið en Erla Dögg átti það einnig. Fannar Snævar Hauksson sló hnokkamet Jóhanns Árnasonar í 50 bak síðan 1995 og var aðeins hálfri sek frá meti þjálfara síns Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar en hann á ÍRB metið í flokknum síðan 1977. Gangi ykkur vel með þetta Eddi og Fannar!
Nokkrir sundmenn notuðu tækifærið eftir helgina á Akranesi til þess að ná síðustu lágmörkunum sínum fyrir AMÍ og nokkrir ungir sundmenn náðu sínu fyrsta lágmarki! Til hamingju. Við erum glöð að tilkynna að við munum senda 48 sundmenn í ár, það er 11 fleiri en á síðasta ári-alveg frábært. Við unnum sannfærandi sigur í fyrra og á örugglega eftir að ganga jafn vel ef ekki betur. Haldið áfram að vera svona dugleg, minna en 2 vikur til stefnu!
Á vormótinu voru líka sett 16 ný ÍRB met í blönduðum boðsundum. Sum þeirra voru alveg ný en önnur bætingar á eldri metum, það elsta síðan 2004. Við sendum inn tilkynningar um mörg þeirra sem Íslandsmet til SSÍ. Þau munu skoða þetta en við búumst við að flest þeirra verði á Íslandsmetaskránni.
Til hamingju allir og kærar þakkir til þeirra sem hjálpuðu til.
Ný met á vormóti
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 50 Skrið (25m) Stúlkur-Njarðvík
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 100 Bak (25m) Telpur-Njarðvík
Karen Mist Arngeirsdóttir 50 Bringa (25m) Telpur-Íslands
Karen Mist Arngeirsdóttir 50 Bringa (25m) Telpur-ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir 50 Bringa (25m) Telpur-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson 50 Bak (25m) Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson 100 Bak (25m) Hnokkar-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4x100 Skrið (25m) Piltar/Stúlkur-ÍRB
Baldvin Sigmarsson
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Þröstur Bjarnason
Íris Ósk Hilmarsdóttir 4x100 Fjór (25m) Piltar/Stúlkur-ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4x50 Skrið (25m) Piltar/Stúlkur-ÍRB
Baldvin Sigmarsson
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Þröstur Bjarnason
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4x100 Skrið (25m) Piltar/Stúlkur-ÍRB
Baldvin Sigmarsson
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Þröstur Bjarnason
Íris Ósk Hilmarsdóttir 4x50 Fjór (25m) Piltar/Stúlkur-ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason
Íris Ósk Hilmarsdóttir 4x100 Fjór (25m) Piltar/Stúlkur-ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason
Karen Mist Arngeirsdóttir 4x100 Skrið (25m) Drengir/Telpur-ÍRB
Jakub Cezary Jaks
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Sigmar Marijón Friðriksson
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 4x50 Fjór (25m) Drengir/Telpur-ÍRB
Jakub Cezary Jaks
Gunnhildur Björg Baldursdóttir
Sigmar Marijón Friðriksson
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 4x100 Fjór (25m) Drengir/Telpur-ÍRB
Jakub Cezary Jaks
Gunnhildur Björg Baldursdóttir
Sigmar Marijón Friðriksson
Kolbrún Eva Pálmadóttir 4x100 Skrið (25m) Sveinar/Meyjar-ÍRB
Tristan Þór K Wium
Clifford Dean Helgasson
Diljá Rún Ívarsdóttir
Andri Fannar Ævarsson 4x50 Fjór (25m) Sveinar/Meyjar-ÍRB
Diljá Rún Ívarsdóttir
Tristan Þór K Wium
Kolbrún Eva Pálmadóttir
Andri Fannar Ævarsson 4x100 Fjór (25m) Sveinar/Meyjar-ÍRB
Diljá Rún Ívarsdóttir
Tristan Þór K Wium
Kolbrún Eva Pálmadóttir
Kári Snær Halldórsson 4x50 Skrið (25m) Hnokkar/Hnátur-ÍRB
Hafdís Eva Pálsdóttir
Fannar Snævar Hauksson
Eva Margrét Falsdóttir
Fannar Snævar Hauksson 4x100 Skrið (25m) Hnokkar/Hnátur-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir
Kári Snær Halldórsson
Hafdís Eva Pálsdóttir
Fannar Snævar Hauksson 4x50 Fjór (25m) Hnokkar/Hnátur-ÍRB
Kári Snær Halldórsson
Eva Margrét Falsdóttir
Hafdís Eva Pálsdóttir
Fannar Snævar Hauksson 4x100 Fjór (25m) Hnokkar/Hnátur-ÍRB
Kári Snær Halldórsson
Eva Margrét Falsdóttir
Hafdís Eva Pálsdóttir