Fréttir

Sund | 21. janúar 2008

Soffía með lágmark á LUX

Reykjavík International fór fram í Laugardalslauginni um sl. helgi. Augu margra beindust að þeim sem voru að ná lágmarki fyrir EM 50 þeim, Árna, Birki og Erlu en því miður höfðu þau ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir fínan árangur. Frestur til að ná lágmörkum fyrir EM 50 er um næstu helgi en þá keppa þau í Euro Meet í Luxemborg. Í heildina var sundfólkið að gera góða hluti á sýnu fyrsta móti á tímabilinu í löngu lauginni. Margir að bæta sína bestu tíma og útlitið bjart framundan. Hæst bar þó árangur Soffíu Klemenzdóttur, en hún náði lágmörkum fyrir verkefni unglinglingalandsliðsins í apríl, hið svokallaða CIJ LUX mót. Þess ber einnig að geta að hún var einnig rétt rúmlega sek. frá lágmörkum á Evrópumeistarmót unglinga sem fram fer í sumar. Þau Jóna Helena Bjarnadóttir og Gunnar Örn Arnarson voru einnig mjög nálægt að ná inná CIJ LUX verkefni SSÍ. Næsta verkefni sundfólksins er KR mótið í febrúar.