Sparisjóðsmót - Foreldrafundur 11. maí kl. 18:00 !!
Foreldrafundur vegna Sparisjóðsmótsins verður haldinn í Íþróttahúsinu í Njarðvík þann 11. maí klukkan 18:00. Allir hópar ÍRB, sunddeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, keppa á mótinu að undanskyldum sundskólunum 2ja - 6 ára.
Á ÞENNAN FUND ER SKYLDUMÆTING FYRIR FORELDRA ALLRA SUNDMANNA SEM KEPPA Á MÓTINU. Við förum yfir gang mótsins og skiptum með okkur verkum. Sparisjóðsmótið er okkar helsta mót, það hefur gengið mjög vel undanfarin ár, þökk sé virkri þátttöku langflestra foreldra ... og við leggjum mikinn metnað í að svo verði áfram, enda vinna margar hendur létt og skemmtilegt verk :-)
Hér gefur að líta nánari upplýsingar um mótið.
Stjórn og þjálfarar