Stefanía heldur áfram að slá met
Um síðustu helgi fóru þrjár af okkar efnilegustu ungu sundkonum á Fjölnismótið í þeim tilgangi að slá met. Stefanía Sigurþórsdóttir, Aníka Mjöll Júlíusdóttir og Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir.
Stefanía náði að slá gamalt ÍRB og Keflavíkurmet í 200 m skriðsundi sem Soffía Klemenzdóttir átti síðan 2005 og var aðeins 1 sek frá Íslandsmetinu. Hún var rétt frá metinu í 50 skrið, 50 bak, 100 bak og 200 fjór.
Matthea og Aníka voru líka mjög nálægt metunum í nokkrum greinum, Matthea var til dæmis aðeins nokkrum sekúndubrotum frá eldra meti Soffíu í 100 flug.
Gangi ykkur vel um helgina stelpur á síðasta móti ársins!
Úrslit er að finna hér: http://www.keflavik.is/sund/keppni/urslit-sundmanna-irb/