Fréttir

Sund | 9. október 2006

Stemming í Eyjum.

Sundfólkið okkar var í góðum gír um helgina þegar við kepptum í Eyjum á Sprettsundsmóti ÍBV. Gríðarlegur fjöldi af verðlaunum og margar bætingar á bestu tímum gáfu til kynna að liðið okkar er í fínu formi. Fjöldi sundamanna hjá okkur hefur aldrei verið meiri eða alls 75 keppendur og í heildina um 90 manns með þjálfurum og fararstjórum. Sjóferðin gekk í alla staði mjög vel og sluppu allir við sjóveiki og það sem því fylgir. Vill deildin þakka fararstjórunum og því fólki sem rétti Vestmanneyingum hjálparhönd við dómgæslu og framkvæmd mótsins fyrir mjög gott starf um helgina. Fyrirmyndarfélag í alla staði !