Fréttir

Styttist í æfingarferð - mikilvægt
Sund | 16. mars 2014

Styttist í æfingarferð - mikilvægt

Nú styttist hratt í Calella æfingarferðina okkar í sumar. Eins og við fórum yfir í haust þá eru settar fram ákveðna lágmarkskröfur sem sundmenn verða að uppfylla til að geta farið í ferðina. Þetta er gert af mörgum ástæðum. Ekki er nóg að skrá sig í sund og mæta  lítið sem ekkert allt sundárið og fara svo í æfingarferð. Í æfingarferðinni eru syntar tvær æfingar á dag og því mikilvægt að sundmenn séu undirbúnir undir mikið æfingarálag í ferðinni og vanir því.

Kröfur fyrir ferðina eru:

  • Sundmenn fæddir 2003 og fyrr
  • Synda í Framtíðarhópi eða hærra 
  • Vera með svarta mætingu bæði í sundi og þreki
  • Ná lágmörkum á AMÍ og synda á AMÍ

Ekki er skylda að fara í þessa ferð en þeir sem fara  skuldbinda sig til að synda með ÍRB næsta sundár,  2014‐2015.

Allar upplýsingar um mætingu sundmanna má finna hér í skjali sem heitir mætingar. Þar er fjólublá súla sem sýnir þá sundmenn sem náð hafa viðmiðum.

Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með mætingum sundmanna svo að ekki komi á óvart þegar líða fer að ferð hvort sundmaður hefur uppfyllt þær mætingarskyldur sem eru settar fram. Ekki verða gerðar neinar undanþágur frá þessum kröfum og mikilvægt að öllum sé það ljóst. Það er á ábyrgð foreldra og sundmanna að halda áætlun varðandi mætingar.

Allt um ferðina má finna hér!