Fréttir

Sund | 5. júní 2011

Sumarsund

Boðið er upp á sundnámskeið í sumar fyrir 3 ára og eldri hjá Sundráði ÍRB.

Hópunum er skiptu upp eftir aldri og getu: 3 til 5 ára, 6 til 7 ára, 8 til 9 ára, 10 ára og eldri og einn hópur verður fyrir þá sem voru að æfa sund í vetur.

Námskeiðin verða haldin í sundlaug Akurskóla í Innri Njarðvík og sundlaug Heiðarskóla í Keflavík.

Alltaf er einn kennari ofaní lauginni auk tveggja-þriggja aðstoðarmanna og þar sem hver hópur inniheldur að hámarki 12 börn gefst tækifæri á einstaklingskennslu.

Námskeiðið kostar 5.000 kr.

Leitast er við að kenna yngstu börnunum vatnsöryggi og grunnhreyfingar sundtakanna með og án hjálpatækja. Markmið með kennslu eldri barnanna er að kenna þeim rétt sundtök án allra hjálpatækja.

Heiðarskóli og Akurskóli

Tímabil 1 = 14. - 30. júní
Tímabil 2 = 4. - 15. júlí

Hvert námskeið eru 10 skipti og hver tími er 50 mínútur.
Kl. 8.30 – 9.20
Kl. 9.30 – 10.20
Kl. 10.30 – 11.20
Kl. 11.30 – 12.20
Kl. 12.30 – 13.20

Kennarar eru:
Sóley Margeirsdóttir, Íþróttfræðingur og sundþjálfari hjá ÍRB
Jóna Helena Bjarnadóttir,sundkona og sundþjálfari hjá ÍRB.

Upplýsingar og skráning fer fram fimmtudaginn 9. júní í Vatnaveröld milli
16.00-18.00.Við skráningu þarf upplýsingar um nafn og kennitölu barns, nafn, kt. og síma foreldris/aðstandenda og tíma sem óskað er eftir.

Yfirumsjón hefur Sóley Margeirsdóttir, íþróttafræðingur.