Fréttir

Sundárið 2011/2012 var frábært!
Sund | 2. september 2012

Sundárið 2011/2012 var frábært!

Nú þegar nýtt tímabil er að hefjast hjá öllum hópum, er gott að líta til baka og skoða hvernig síðasta tímabil gekk!  Það er svo sannarlega eitthvað sem er þess virði að ræða um.

Tímabilið 2011/2012 var mjög árangursríkt ef tölfræðin er skoðuð og við getum verið ánægð og stolt af árangrinum. Það er alltaf hægt að bæta sig og á síðasta ári náði ÍRB að lyfta sér á hærra plan bæði í skipulagi og árangri.

Á síðasta tímabili sáum við ástundunina hjá sundmönnum okkar aukast frá 53% frá tímabilinu þar á undan í 86% og var meirihlutinn af því sem upp á vantar vegna yngstu sundmannanna, þeirra sem eru 4 ára og yngri. Þetta eru frábærar fréttir og gaman að sjá að fleiri fjölskyldur njóta sundíþróttarinnar og taka þátt. Við héldum tvö stór mót, AMÍ og Landsbankamót og héldum skemmtilegt lokahóf fyrir sundmenn okkar.

Margt skemmtilegt var brallað í sundhópunum yfir árið til dæmis sjósund, ferð í keilu, bíó, pitsakvöld og svo núna nýlega ferðin okkar til Danmerkur sem einnig er hægt að lesa um hér í fréttabréfinu. Núna erum við mun skipulagðara félag með þægilegt skráningarferli, samskiptaferli og gegnsæi í því hvernig sundmenn færast milli hópa. Stjórnirnar okkar vinna ötult starf og eru áhugasamar og við státum af frábærum hópi þjálfara sem heldur krökkunum áhugasömum í þessari erfiðu íþrótt.

ÍRB náði einnig nýjum hæðum í lauginni. Nú eru elstu hóparnir okkar stærri en þeir hafa verið í mörg ár og má þakka það að nú er minna brottfall í þessum hópum. Meðalaldur sundmanna er að hækka og lofar það góðu fyrir framtíðina. Á AMÍ var ÍRB með yfirburði og unnum við með 1749 stigum en næst á eftir komu Fjölnir með 959 stig og Ægir með 829. Við unnum ekki aðeins með miklum mun, sundmenn okkar voru með hæsta hlutfall bestu tíma eða 85% og er það hæsta hlutfall bestu tíma hjá nokkru liði á öllum Íslandsmeistaramótum sem skráð eru síðustu 6 ár.

Á tímabilinu 2011/2012 náði ÍRB 14 sundmönnum í landslið, það er 8 fleiri en á tímabilinu á undan. Á tímabilinu 2011/2012 voru 7 sundmenn sem náðu 13 Íslandsmetum í aldursflokkum og einu Íslandsmeti í opnum flokki. Við náðum svo líka 6 nýjum Íslandsmetum í boðsundi. Þetta kemur í kjölfar tímabilsins 2010/2011 þegar 6 sundmenn náðu 10 Íslandsmetum í aldursflokkum, 2 Íslandsmetum í opnum flokki og 16 Íslandsmetum í boðsundi.

Önnur stór verðlaun sem liðið vann á síðasta tímabili var AMÍ bikarinn 2011, Hvatningarverðlaun SSÍ, Prúðmennskubikar Óðins og ég var valinn unglingaþjálfari ársins af SSÍ.

Samantekt á árangri landsliðsfólks okkar og þeirra sem settu Íslandsmet:

Árni Már Árnason lenti í 31. sæti á Ólympíuleikunum í London með sterku sundi en besti árangur hans á árinu var á Mare Nostrum í Canet þar sem hann varð í 4. sæti og bætti Íslandsmet sitt í 50 skrið. Árni keppti einnig á Evrópumeistaramótinu og var Íslandsmeistari á ÍM50 í 50 og 100 m skriðsundi og 50 m bringusundi.

Íris Ósk Hilmarsdóttir átti tilkomumikið ár. Hún stimplaði sig inn á toppinn í íslensku baksundi þegar hún vann brons á Íslandsmeistaramótinu aðeins 13 ára, vann gull í sínum aldursflokki á Aldursflokkameistaramóti Íslands, varð Norðurlandameistari æskunnar í 200m baksundi á NMÆ og fékk brons í 100 m baksundi á sama móti, hún vann einnig gull á Smáþjóðaleikunum og vann aldursflokkabikarinn á AMÍ.

Erla Dögg Haraldsdóttir átti fínt ár og keppti í úrslitum bæði á Evrópumeistaramótinu og á Mare Nostrum. Erla var Íslandsmeistari í 50 m laug í öllum bringusundsgreinum og var sundmaður ársins hjá ÍRB og Njarðvík fyrir sund sitt á Heimsmeistaramótinu 2011 þar sem hún varð í 17. sæti.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn sundmaður Keflavíkur fyrir baksund sín á Íslandsmeistaramótum 2011 og hann varð aftur Íslandsmeistari 2012 í öllum baksundum og var valinn til þess að keppa fyrir Ísland á smáþjóðaleikunum og Mare Nostrum.

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir rústaði Íslenska aldursflokkametinu í 400 m fjórsundi á Norðurlandameistaramóti æskunnar í 25 m laug þar sem hún vann bros og vann þar einnig silfur í 200 m bringusundi. Hún vann gull á Ísland-Færeyjar mótinu og sló Íslandsmet í leiðinni. Hún varð Íslenskur Aldursflokkameistari og vann silfur í opnum flokki.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir setti Íslandsmet í Stúlknaflokki í 200 m flugsundi í 25 m laug 16 ára gömul og var aðeins 0.18 frá metinu í Kvennaflokki. Jóhanna var Íslandsmeistari í 200 m fjórsundi á ÍM25 í desember. Hún keppti fyrir Ísland á Ísland- Færeyjar mótinu þar sem hún vann brons, Norðurlandameistaramóti æskunnar í stuttri laug, Smáþjóðaleikunum þar sem hún var aldursflokkameistari í nokkrum greinum, Mare Nostrum þar sem hún komst í undanúrslit og á Evrópumeistaramóti æskunnar.

Birta María Falsdóttir sló gamalt Íslandsmet í 800 m skriðsundi í Telpnaflokki, metið var gamalt met sem Ólympíufarinn Eygló Ósk átti, Birta setti einnig nýtt met í 1500 m skriðsundi. Birta vann brons á Smáþjóðaleikunum og varð í 5. sæti á Norðurlandameistaramóti æskunnar í 50 m laug. Hún varð 5. á Íslandi aðeins 14 ára og var Íslandmeistari í sínum aldursflokki. Birta vann Ólafsbikarinn á Aldursflokkameistaramóti Íslands.

Baldvin Sigmarsson setti 4 Íslandsmet í drengjaflokki í 200 m flugsundi og 400 m fjórsundi bæði í 25 og 50 m laug. Hann komst í Landslið fyrir Smáþjóðaleikana í Andorra og vann þar nokkur gullverðlaun. Hann er aldursflokkameistari og silfurverðlaunahafi í opnum flokki.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir var yngsti meðlimur landskliðsins á árinu, aðeins tólf ára. Hún keppti á Smáþjóðaleikunum í Andorra og vann brons í sínum aldursflokki í 400 m skriðsundi. Hún setti einnig nýtt Íslandsmet í Meyjaflokki í 1500 m skriðsundi, vann silfur í telpnaflokki á AMÍ þó hún væri með yngstu keppendum í aldursflokkunum og varð í 5. sæti á Íslandsmeistaramóti í opnum flokki.

Jóna Helena Bjarnadóttir keppti á Ísland-Færeyjar mótinu og stóð sig frábærlega á ÍM25 þar sem hún vann silfur. Tímarnir hennar voru svo góðir að henni var boðinn fullur skólastyrkur í New Mexico State University þar sem hún æfir nú.

 

Aleksandra Wasilewska keppti á Norðurlandameistaramóti æskunnar í stuttri laug og vann silfur á Aldursflokkameistaramóti Íslands.

Kristófer Sigurðsson var valinn til þess að keppa á Norðurlandameistaramóti æskunnar í stuttri laug. Hann valdi að fara frekar til Auckland á Nýja Sjálandi þar sem hann æfði í mánuð og vann gull á Aldursflokkameistaramóti Auckland í sínum aldursflokki. Kristófer er líka íslenskur aldursflokkameistari.

Jón Ágúst Guðmundsson var einnig valinn til þess að keppa á Norðurlandameistaramóti æskunnar í stuttri laug en fór til Aukland á Nýja Sjálandi. Jón er vann silfur á AMÍ og brons í opnum flokki á ÍM.

Gunnar Örn Arnarson var valinn til þess að keppa á Norðurlandameistaramóti æskunnar í stuttri laug og hann var silfurverðlaunahafi á ÍM25.

Eiríkur Ingi Ólafsson er of ungur til þess að geta verið valinn í Landslið en á þessu ári setti hann Íslandsmet í sveinaflokki í 1500 m skriðsundi.

Verðlaun á Íslandsmeistaramóti í opnum flokki, 25 m laug

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir 1 gull, 3 Brons

Jóna Helena Bjarnadóttir 3 silfur, 1 Brons

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir 2 silfur, 1 brons

Gunnar Örn Arnarson 1 silfur, 1 brons

Baldvin Sigmarsson 1 silfur

Jón Ágúst Guðmundsson 1 brons

Verðlaun á Íslandsmeistaramóti í opnum flokki, 50 m laug

Árni Már Árnason 3 gull, 1 silfur

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 3 gull, 1 brons

Erla Dögg Haraldsdóttir 3 gull, 1 brons

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir 2 silfur

Jóna Helena Bjarnadóttir 1 brons

Íris Ósk Hilmarsdóttir 2 brons

Verðlaunahafar á Aldursflokkameistaramóti Íslands

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir 6 gull, 2 silfur

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 6 gull, 2 silfur

Baldvin Sigmarsson 3 gull, 4 silfur, 1 brons

Íris Ósk Hilmarsdóttir 3 gull, 3 silfur, 1 brons

Birta María Falsdóttir 3 gull, 1 brons

Erla Sigurjónsdóttir 2 gull, 2 silfur

Sigmar Marijón Friðriksson 2 gull, 1 silfur

Karen Mist Arngeirsdóttir 1 gull, 3 silfur, 3 brons

Kristófer Sigurðsson 1 gull, 2 silfur, 2 brons

Berglind Björgvinsdóttir 1 gull, 2 silfur

Stefanía Sigurþórsdóttir 1 gull, 1 silfur

Ingi Þór Ólafsson 1 gull, 1 brons

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir 1 gull

Einar Þór Ívarsson 3 silfur, 5 brons

Sunneva Dögg Friðriksdóttir 3 silfur, 4 brons

Jón Ágúst Guðmundsson 2 silfur, 1 brons

Eiríkur Ingi Ólafsson 2 silfur, 1 brons

Aleksandra Wasilewska 1 silfur, 1 brons

Þröstur Bjarnason 1 silfur, 1 brons

Laufey Jóna Jónsdóttir 1 silfur,1 brons

Svanfriður Steingrímsdóttir 1 silfur, 1 brons

Björgvin Hilmarsson 1 brons

Gunnhildur Björg Baldursdóttir 1 brons

 

ÍRB ferðaðist með lið til Sheffield og komust Svanfríður Steingrímsdóttir, Laufey Jóna Jónsdóttir, Berglind Björgvinsdóttir, Baldvin Sigmarsson, Kristófer Sigurðsson og Íris Ósk Hilmarsdóttir í úrslit á Meistaramóti Norður Bretlands. Berglind varð í 4. sæti sem var besti árangur okkar sundmanna. Erla Sigurjónsdóttir ferðaðist einnig til Nýja Sjálands í einn mánuð og keppti á Aldursflokkameistaramóti Ackland þar sem hún vann silfur og brons.

Það er svo margt sem ástæða er til þess að vera stoltur af á þessu ári. Þetta er aðeins það helsta. Hér er ekki taldir upp þúsundir bestu tíma sem sundmenn okkar náðu né ánægjuna sem þeir höfðu af því að vera með vinum á æfingum, mótum og ferðalögum. Úrslitin er hægt að renna yfir á skömmum tíma klukkustundirnar sem sundmenn, fjölskyldur þeirra, stjórnir og þjálfarar hafa helgað sundinu eru óteljandi.

Liðið okkar er frábært, megi árið 2012/2013 verða enn betra!

Gangi ykkur öllum vel á næsta sundári!

Anthony Kattan,

Yfirþjálfari ÍRB.