Þriðja aldursflokkametið hjá Kristni
2. mótshluti Bikarkeppni Íslands í sundi stendur nú yfir í Vatnaveröld.
Eitt aldursflokkamet er þegar fallið. Kristinn Þórarinsson, 12 ára sundmaður í Fjölni, synti 200 metra baksund rétt áðan á tímanum 02:41.84. Gamla metið er frá 1992. Það setti Ómar Snævar Friðriksson úr SHá tímanum 02:48.71.
Hver sundmaður má bara synda þrjár greinar á mótinu og því var þetta lokagrein Kristins. Í hvert sinn sem hann hefur stungið sér til sunds á Bikarmótinu hefur hann sett met.