Fréttir

Þröstur, Sylwia og Eydís valin fyrir NMÆ
Sund | 26. júní 2013

Þröstur, Sylwia og Eydís valin fyrir NMÆ

Í vikunni var það tilkynnt að Þröstur, Sylwia og Eydís voru valin í NMÆ (Norðurlandameistaramót æskunnar) liðið og munu þau ásamt Hafþóri Sigurðssyni og Hörpu Ingþórsdóttur úr SH skipa 5 manna lið Íslands.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir þau og við erum glöð fyrir þeirra hönd. Bæði Þröstur og Eydís náðu lágmörkum fyrir EYOF en voru ekki valin þar sem aðeins einn sundmaður má keppa í hverri grein. Í ár á ÍRB flesta sundmenn í unglingalandsliðum Íslands og er það frábær vitnisburður um áranguri þeirrar vinnu sem krakkarnir leggja á sig. Gangi ykkur öllum vel í undirbúningi fyrir stóru sundin ykkar!


Þó Jóna Halla hafi ekki verið valin í liðið er það spennandi að vita að hún náði öllum viðmiðum sem sett voru við val í liðið og er fyrsti varamaður í 800 m skriðsundi. Aðeins tveir geta synd í hverri grein. Til hamingju Jóna og við vonum að þetta verði þér hvatning fyrir enn meiri árangir á næsta tímabili!