Fréttir

Sund | 17. desember 2009

Tvö innanfélagsmet á metamóti

Tvö innanfélagsmet féllu á metamóti í Vatnaveröldinni í kvöld. Soffía Klemenzdóttir bætti eigið met í 200m baksundi um tæplega 2 sek. þegar hún synti á 2.22.50 og Jóna Helena Bjarnadóttir bætti met Erlu Daggar Haraldsdóttur í 1500m skriðsundi um tæplega 11 sek þegar hún synti á 17.58.69. Fleiri góð sund litu einnig dagsins ljós. Til hamingju sundmenn :-) Stjórn og þjálfarar.

Metaskrárnar hafa verið uppfærðar að loknu móti: