UMÍ í næstu viku og AMÍ eftir minna en fjórar vikur
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í UMÍ og aðeins örfáar vikur í AMÍ ætti hver sundmaður sem stefnir á að keppa á þessum mótum að mæta á hverja æfingu með jákvæðu hugarfari og vera tilbúinn að leggja sig allan fram á æfingunum. Það er mikilvægt að foreldrar hjálpi til við að skipuleggja tímann þannig að sunmenn missi ekki úr æfingar.
UMÍ er síðasta tækifærið fyrir marga til þess að ná landsliðstímum og er eina tækifæri sundmanna 15-20 ára að vinna til verðlauna í aldursflokkum á íslensku meistaramóti. AMÍ er mest spennandi mót ársins fyrir yngstu sundmennina og í ár er hægt að vinna til verðlauna í hópi 10 ára og yngri, 11, 12, 13, 14 og 15 ára. Nú skulum við láta hendur standa fram úr ermum!
Ef ÍRB ætlar að halda titlinum sem besta aldursflokkalið landsins þurfa allir að standa sig vel á báðum þessum mótum. Góður árangur hingað til hefur ekki komið til af engu, hann hefur náðst með mikilli vinnu, metnaði og réttu hugarfari. Nú þegar lok sundtímabilsins nálgast skulum við rifja upp hvað hefur virkað hingað til og einbeita okkur að því, leggið ykkur öll fram!
Meðfylgjandi er æfingatafla fyrir elstu hópana síðustu 8 vikurnar. Æfingatafla.
Gangi ykkur vel í lokaundirbúningnum.