Fréttir

UMÍ næstu helgi
Sund | 9. júní 2013

UMÍ næstu helgi

Nú er minna en vika í UMÍ og sundmenn ÍRB raðast sigurstranglega upp fyrir keppnina næstu helgi. Þetta er eina meistaramótið þar sem elstu sundmenn okkar keppa eingöngu gegn sundmönnum í sama aldursflokki.

Keppendalistann má sjá hér:

http://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Sundmot/Innlend/2013/UMi/Upplysingar/keppendalisti umÍ 09.06.13.pdf

 

Mikil vinna hefur farið í undirbúning fyrir mótið. Um helgina var líka mikið um að vera í bænum okkar á Keflavík music festival. Sumir sundmenn fundu það vel hve mikil áhrif svefnleysi hefur á þá á laugardagsmorgninum.

 

Nú er tíminn til þess að vera agaður við sjálfan sig og foreldrar spila mikilvægt hlutverk í þessu, jafnvel hjá elstu unglingunum. Það er svo margt um að vera sem dregur athygli til sín. Það er gott að minna krakkana á hve mikla vinnu þau eru búin að leggja á sig og að þessa viku fram að mótinu verði þau að setja undirbúning og einbeitningu fyrir mótið í forgang fyrir allt annað.

 

Svefn verður að vera forgangsmál þessa viku. Allir sundmenn eiga að mæta á allar 10 stuttu æfingarnar, skoðið vel æfingaáætlunina þar koma fram allar tímasetningar á æfingum: http://www.keflavik.is/sund/files/sund/ymislegt-2013/am__um__landsli_-end-of-year-timetable.pdf

Munið að svefn er lykilatriðið núna.

Passið upp á að drekka vel af vatni (eins og venjulega) til þess að halda vökvamagninu í líkamanum réttu, borða vel af hollum mat en kanski aðeins minna en þegar æfingarnar eru lengri og erfiðari.

 

Tímaáætun mótsins næstu helgi: http://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Sundmot/Innlend/2013/UMi/Upplysingar/tímaáætlun umÍ 09.06.13.pdf

 

Gangi ykkur vel þessa síðustu viku í undirbúningi.