Fréttir

14 dagar í ÍM25, slappa af eða með í baráttunni?
Sund | 1. nóvember 2012

14 dagar í ÍM25, slappa af eða með í baráttunni?

14 dagar í ÍM25-ertu að slappa af eða ertu með í baráttunni?

Sæl öll, núna þegar aðeins eru 14 dagar í stærsta mótið sem haldið er í stuttri laug á dagatalinu okkar er ekki tími til að setjast niður og fá sér sopa á starbucks (ef við gætum það nú).

Sundmenn þurfa að skoða æfingamarkmið sín bæði varðandi mætinguna og tímana og ná þessum markmiðum-engar undantekningar og engar afsakanir.

Á keppnisdegi er það aðeins þú, líkami þinn, hugur og klukkan sem tlikkar tikk, tikk, tikk og bíður eftir að þú klárir þitt og komir í mark.

Mun tíminn þinn verða nógu góður?

Munt þú geta sagt að þú gerðir allt sem þú gast?

Ekki láta tilviljun ráða!

 

Sjáumst á æfingu! ;)