Fréttir

Sund | 28. mars 2012

14 dagar til stefnu-lokaniðurtalning hafin

Nú þegar aðeins eru tvær vikur í stærsta mót ársins er gott að skoða aðeins hvaða þættir það eru sem til langs tíma skapa góðan sundmann.

Um allan heim eru haldin mót þar sem sundmenn keppast við að ná Ólympíulágmörkum. Lönd eins og England, Ástralía og Danmörk hafa öll að skipa sundmönnum með frábæra tíma. Meira að segja á litla, gamla Nýja Sjálandi, þaðan sem ég er, hinu megin á hnettinum eru sundmenn að ná frábærum tímum, þar á meðal besta tíma ársins í heiminum í 50 bringu 27.06 og sami sundmaður synti að sjálfsögðu einnig mjög vel í 100 bringu (1:00.04) og náði með því inn á Ólympíuleikana.

Saga af öðrum sundmanni hefur verið í fréttunum á Nýja Sjálandi, það er sagan af ungum efnilegum strák sem heitir Mat Stanley og er 20 ára. Hann er úr bæ sem er svipaður að stærð og Reykjanesbær með um 6000 íbúa og svipaðan fjölda í sveitunum í kring. Hann er nýbúinn að setja tvö landsmet í 200 skrið (1:47.57) og 400 skrið (3:47.67) á tímum sem náðu Ólympíu gulli árið 1996. Hér fyrir neðan er linkur á sjónvarpsfrétt um þennan strák. Það eru 3 atriði sem helst vekja athygli:
1) Sundheimurinn er orðinn mun hraðari með nýjum aðferðum
2) Tækni er lykilatriði og sú staðreynd hefur ekki breyst
3) Takið eftir hvað foreldrar hans hafa að segja-það er nokkurn vegin það sama og við erum að vinna að hér hjá ÍRB
http://news.msn.co.nz/video.aspx?videoid=51004908-977c-46b3-8fd9-ee6ab05e1af7

ÍRB er til staðar fyrir fólk sem vill njóta þess að synda og fyrir þá sem vilja það besta, við bjóðum það sem þarf.

Það sem skiptir mestu máli er sundmaðurinn sjálfur, hvaða árangri hann vill sjálfur ná fyrir sjálfan sig og ekki neinn annan. Mikilvægasta og besta hvatningin er frá þeim aðilum sem fá okkur til þess að gefa okkur tíma og orku í það sem við sjálf höfum trú á.

Gangi ykkur vel þessar síðustu tvær vikur.