Fréttir

17 verðlaun hjá ÍRB á sterku sundmóti í Danmörku
Sund | 27. janúar 2016

17 verðlaun hjá ÍRB á sterku sundmóti í Danmörku

Sundlið ÍRB gerði góða ferð til Danmerkur 22. -24. janúar þar sem þau kepptu á sterku sundmóti  í Lyngby. Afrakstur ferðarinnar var 17 verðlaun í heildina, þar af 6 gullverðlaun.  Afar eftirtektarverður árangur hjá  öflugu sundfólki, sem stóð sig gríðar vel þrátt fyrir að vera í erfiðum æfingum. Því núna eru sundmennirnir á fullu í ströngu undirbúningsferli fyrir íslandsmótið í sundi sem fram fer seinnipartinn í apríl.

Þeir sundmenn ÍRB sem unnu til verðlauna voru: Sunneva Dögg Friðriksdóttir tvö gull, eitt silfur og eitt brons, Karen Mist Arngeirsdóttir tvö gull og eitt brons, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 1 gull og 2 silfur, Baldvin Sigmarsson eitt gull, Íris Ósk Hilmarsdóttir tvö brons,Diljá Rún Ívarsdóttir tvö brons og Þröstur Bjarnason tvö brons.

Jafnframt náði Sunneva Dögg Friðriksdóttir lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga í bæði 200 og 400m skriðsundi þegar hún sigraði í þeim greinum á frábærum tímum.