Fréttir

Sund | 28. október 2011

2 vikur í ÍM25!

Þar sem nú eru aðeins 2 vikur í ÍM25 leggja sundmenn mikið á sig í lauginni og æfa mikið. Það er mikilvægt að allir sundmenn fylgi leiðbeiningum þjálfara varðandi mætingasókn eins og hve oft og hvenær þeir eiga að mæta á æfingar. Sundmenn þurfa líka að huga vel að matarræði og hvíld, skipuleggja vinnu sína í skóla vel og taka sér tíma í aflöppun með fjölskyldu og vinum. Að hugsa vel um líkama sinn er mikilvægur þáttur í því að ná góðum árangri. Gangi ykkur vel á þessum síðustu dögum fram að keppni!