20 dagar í ÍM50-Time to feel the pain
Nú eru aðeins 20 dagar í ÍM50, afar mikilvægt mót fyrir marga af elstu sundmönnunum okkar. Þetta er ekki aðeins mót þar sem sundmenn raðast í sínum bestu greinum meðal hinna bestu á Íslandi heldur líka mót þar sem þeir geta náð lágmörkum í landsliðsverkefni.
Það eru mörg spennandi verkefni sem sundmennirnir hafa sett markmið sín á. Þar á meðal eru Evrópumeistaramótið og Ólympíudagar Evrópuæskunnar. Á þessum mótum koma saman bestu sundmenn allstaðar að úr Evrópu í þessari erfiðu íþrótt.
Fyrir tveimur árum þegar þegar ég var þjálfari fyrir íslenska liðið á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Tyrklandi með Ólöfu Eddu frá okkur og þremur öðrum íslenskum sundmönnum urðum við vitni að því þegar hin 14 ára gamla Ruta Meilutyte vann gull í ótrúlegu 100 m bringusundi á 1:07. Íslandsmetið í opnum flokki er 1:09 sem sýnir hve góð þessi stelpa var. Aðeins einu ári síðar vann þessi unga stúlka gull á Ólympíuleikunum í London á 1:05.
Aldrei ætti að vanmeta hve mikla vinnu og skuldbindingu þarf til að ná slíkum árangri en einnig líka hæfileika. Það eru þúsundir sundmanna víðsvegar um heiminn sem vinna að því kvölds og morgna að verða betri en keppinautarnir.
Það eru alltaf erfiðleikar og sársauki einhverstaðar í ferlinu. Að skuldbinda sig til þess að æfa mikið og reyna að finna jafnvægi milli skóla, fjölskyldu og vina er mjög erfitt. Það þarf stundum að fórna einhverju sá sjálfsagi er ótrúlega erfiður og jafnvel sársaukafullur ekki bara líkamlega heldur líka andlega.
Á keppnisdegi eru það annarskonar sársauki og erfiðleikar sem getur þurft að glíma við, það ekki gaman að þurfa að takast á við eftirsjá. Á keppnisdegi færðu eitt tækifæri og keppinautur þinn ætlar ekki að láta þig vinna.
Ef þú vilt af alvöru ná eins góðum árangri og þú mögulega getur er ekki um neinar málamiðlanir að ræða. Ef þú ert til í að fórna æfingu í dag verður þú að sama skapi að vera til í að fórna árangrinum á keppnisdegi.
Margir íþróttamenn glíma við það að þeir fórna oft æfingu fyrir hitt og þetta eða til dæmis synda hægt á æfingu því þeir eru „þreyttir“ en eiga svo mjög erfitt með að taka því þegar illa gengur í keppni.
Vertu viss um að þú verðir sundmaðurinn sem stendur á pallinum með enga eftirsjá, aðeins vissuna um að þú gerðir allt sem þú gast, mættir á allar æfingar sem þú áttir að mæta á, glímdir við öll markmið með 100% krafti líka þegar þú fannst fyrir þreytu (sem þú átt stundum að finna) og að þegar þú stingur þér og gerir 100% þitt besta þá veistu að þú gast ekki gert neitt meira.
Svona sundmenn þurfa aldrei að glíma við eftirsjá vegna þess að þeir vita innst inni að hvort sem þeir vinna eða tapa gerðu þeir allt sem þeir gátu.
Minna en þrjár vikur eru til stefnu, gefðu allt í þetta. Enga eftirsjá!
Gangi þér vel!