3 titlar, 2 meyjamet og NMU lágmark
Sundfólk ÍRB heldur áfram að rokka. Dagurinn í dag var ekki síðri en hinir, 3 titlar, 2 meyjamet, 1 lágmark á NMU, ásamt fjölmörgum bætingum og innafélagsmetum. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir var svo sannarlega í stuði í dag, en hún setti meyjamet í 100m bringusundi í undanrásum, og bætti það síðan aftur í úrslitum með frábæru sundi. Lilja Ingimarsdóttir náði lágmörkum fyrir norðurlandameistaramót unglinga með glæsilegu tilþrifum í 100m bringusundi þar sem hún vann til bronsverðlauna. Þeir sem unnu titla í dag voru: Gunnar Örn Arnarson í 400m fjórsundi, þegar hann kom í mark 25m á undan næstu mönnum á tíma sem er örskammt frá íslandsmeti Arnar Arnarson í piltaflokki. Síðan komu tveir titlar frá Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni í 100m baksundi og 200m skriðsundi en hann hefur nú unnið til þriggja titla á mótinu. Þeir sem unnu til verðlauna voru: Jóna Helena Bjarnadóttir brons í 400m fjórsundi, Soffía Klemenzdóttir brons í 100m baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir silfur í 100m bringusundi og Lilja Ingimarsdóttir brons í 100m bringusundi, einnig unnu boðsundsveitir karla og kvenna unnu til bronsverðlauna í boðsundunum og einkar ánægjulegt var að því að eiga tvær sveitir í úrslitum í kvennaflokki.Alls höfum við unnið til 8 titla sem er einum færra en í fyrra, stefnan er sett á að bæta það á morgun. Til hamingju sundmenn, ROCK ON,stjórnir og þjálfarar:-)