Fréttir

30 dagar í ÍM25 mikilvægar upplýsingar
Sund | 23. október 2013

30 dagar í ÍM25 mikilvægar upplýsingar

 

Nú þegar aðeins 30 dagar eru til ÍM25 sem er eitt stærsta sundmót vetrarins á Íslandi eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Þessar upplýsingar eru mikilvægar fyrir sundmenn og  foreldra þeirra til þess að geta hjálpað þeim að undirbúa sig sem best í aðdraganda mótsins. Við viljum líka benda á þessa frétt ef hún hefur farið framhjá ykkur en þar eru tekin saman aðalatriðin úr því sem Eyleifur Jóhannesson ráðlagði okkar sundmönnum og því sem hann hafði að segja um sundþjálfun: http://www.keflavik.is/sund/frettir/frabaer-dagur-hja-sundmonnum-ur-irb-og-fra-alaborg-/9342/

 

Mikilvægar dagsetningar fram að jólum

 

29. október - Foreldrafundur vegna ÍM25 í K-húsinu kl. 19:30

2.-3. nóvember - SH mótið í Ásvallalaug í Hafnarfirði

9. nóvember - Langsundmót og lágmarkamót ÍRB (síðasti séns fyrir lágmörk  ÍM25)

22.-24. nóvember - ÍM25

29.-30. nóvember – Bikar

6.-8. desember - NMU

11. desember – Jólamót ÍRB

13.-15. desember – Aðventumót ÍRB (síðasti séns að ná Íslandsmetum árinu og lágmörkum fyrir Euro meet)

 

Aðlögunartímabil (Adaptation Period)

 

Núna eru elstu hóparnir á aðlögunartímabilinu, plús vikunum sem sundmenn kalla oft hell vikur. Sundmennirnir verða mjög þreyttir á þessu tímabili en það stendur næstu eina og hálfa vikuna. Þó þau verði þreytt er mikilvægt að mæta á æfingar en það á þó auðvitað ekki við ef um alvarleg veikindi er að ræða. Tafla yfir æfingar með þeim breytingum sem verða á tímasetningu æfinga á hvíldartímabilinu (taper) er að finna hér: http://www.keflavik.is/sund/files/sund/ymislegt-2013-14/adapt_taper-timetable--specific-training-groups-timetable-(1).pdf

 

Hér eru nokkur atriði sem fjölskyldan getur hjálpað sundmanninum með til þess að hann komist auðveldar í gegn um þetta tímabil:

1) Meiri svefn er nauðsynlegur

2) Meiri matur er nauðsynlegur - sérstaklega innan 30 mínútna eftir æfingu. Á æfingu ætti að hafa meðferðis íþróttadrykk án koffíns fyrir seinni klukkutímann af æfingunni og að sjálfsögðu drekka vatn alla æfinguna. Það þýðir að það eiga að vera tveir brúsar í töskunni 1 fyrir vatn og 1 fyrir íþróttadrykk. Meiri upplýsingar um næringu er að finna hér: http://www.keflavik.is/sund/files/swimmers-nutrition-101_isl.pdf/

3) Nudd – dregur mikið úr meiðslahættu og mýkir stífa vöva. Alla verki ætti að láta skoða. Alltaf betra að vera viss um að allt sé í lagi. Hafið samband við Cörlu eða Fal, upplýsingar hér: http://www.keflavik.is/sund/um-okkur/studningshopur/

4) Fyrirbyggjandi æfingar – vinna með nuddinu að því að draga úr meiðslahættu. Þessar æfingar (theraband) á að gera fyrir hverja æfingu, ef sundmaður mætir of seint og missir af þessum hluta á hann að gera þetta eftir æfinguna. Það er líka afar gott að nota nuddrúllu (frauðrúllu) til þess að draga úr vöðvaverkjum, auka hreyfigetu  ásamt því að rúllan nuddar vöðvana. Sundmenn sem glíma við vandamál á einhverjum stöðum eiga að gera þær æfingar sem þeim hafa verið kenndar fyrir þessi svæði. Það er alltaf auðveldara og betra að fyrirbyggja heldur en laga meiðsli.

5) Halda jákvæðu orkunni gangandi – sundmennirnir eru að æfa fyrir sjálfa sig og til þess að þeir nái árangri- enginn árangur án erfiðis.

 

Hvíldartímabil (Taper Period)

 

Eftir SH mótið byrjar hvíldartímabilið. Þá er first dregið verulega úr þeirri vegalengd sem sundmenn synda á æfingum og síðar eru æfingatíminn einnig styttur.

 

Hér eru nokkur atriði sem fjölskyldan getur hjálpað sundmanninum með á þessu stigi til þess að hann sé sem best undirbúinn á keppnisdegi:

 

1) Halda áfram að hvíla sig og sofa vel jafnvel þó þreytan sé minni.

2) Passa upp á að krakkarnir hugsi vel um líkama sinn t.d. með fyrirbyggjandi æfingum, nuddi og að hvetja þau til þess að forðast athafnir sem geta auðveldlega valdið meiðslum.

3) Minni mat þarf á þessu tímabili heldur en á aðlögunartímabilinu en gæði matarins er þó enn mikilvægur. Endilega kynnið ykkur upplýsingar um matarræði sem bent var á hér á undan.

4) Jákvæðni, jákvæðni, jákvæðni. Jákætt andrúmsloft og jákvæðar samræður heima!

5) Hjálpa sundmanninum að komast á allar æfingar sem ætlast er til og aðstoða við að fylgjast með breytingum á æfingatímum.

 

Gangi ykkur öllum vel í undirbúningnum!