4 titlar í hús á IM - 50
Íslandsmótið í 50 metra laug hófst í gær, fimmtudag og hélt áfram af fullum krafti í dag. Árangur til þessa hefur verið nokkuð góður og í úrslitahlutanum í dag kræktu ÍRB-ingar sér í 4 Íslandsmeistaratitla. Birkir Már Jónsson sigraði hvoru tveggja í 100 metra skriðsundi og 50 metra flugsundi, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson sigraði með yfirburðum í 200 metra baksundi, það gerði Gunnar Örn Arnarson einnig í 400 metra fjórsundi. Í 400 metra fjórsundi kvenna hlaut Jóna Helena Bjarnadóttir silfur og Soffía Klemenzdóttir brons, Lilja Ingimarsdóttir hlaut brons í 100 metra bringusundi og tryggði sér um leið sæti í unglingalandsliði Íslands. Karlasveit ÍRB hafnaði í öðru sæti í 4 * 200 metra skriðsundi og kvennasveitin í þriðja sæti í 4 * 200 metra skriðsundi. Nokkuð hefur verið um persónulegar bætingar hjá sundmönnunum og veit það á gott fyrir framhaldið. Meistaramótinu verður framhaldið í fyrramálið og lýkur á sunnudaginn.