Fréttir

Sund | 23. febrúar 2012

50 dagar í ÍM50

Nú þegar tæplega 50 dagar eru í ÍM50,  er tímabilið komið á fullt, sundmenn úr Afrekshópi, Eldri hópi og Framtíðarhópi hafa nú þegar náð lágmörkum og fleiri rétt við að ná inn.  Lágmörkin er hægt að finna á heimasíðum okkar undir liðnum Keppni. Nú eru aðeins tvö mót eftir fyrir ÍM50, hið fyrra er Fjölnismótið í næstu viku.

ÍM50 er eitt mikilvægasta mótið á árinu og þar er valið í landsliðsverkefni. Í hópnum okkar eru sundmenn sem stefna á að ná inn á Smáþjóðaleikana sem haldnir verða í Andorra, Norðurlandameistaramót unglinga, Evrópumeistaramót unglinga, Evrópumeistaramótið, Mare Nostrum og svo auðvitað líka sundmennirnir okkar sem koma frá Bandaríkjunum til þess að reyna að ná inn á Ólympíuleikana í London. Erla, Árni og Davíð munu keppa og við óskum þeim velgengis í undirbúningnum.

Sundmenn verða að einbeita sér að æfingum og vinna vel ef þeir vilja sjá árangur. Þetta er erfið íþrótt og fyrir áhugavert sjónarhorn vil ég benda á að þið kíkið á þessa sjónvarpsþátt, sem einn besti sundmaður okkar, Jóna Helena, mælir með. Jóna Helena er að skoða hvaða möguleika hún hefur á styrkjum í skóla í Bandaríkjunum. Sjónvarpsþátturinn fjallar um endurkomu Ed Moses fyrrverandi heimsmethafa sem reynir næstum áratug seinna að komast á Ólympíuleikana í London. Hér er fyrsti þátturinn: http://www.youtube.com/watch?v=5yQ8ghCCUI0

Það að synda fyrir ÍRB getur opnað stórkostleg námstækifæri í Bandaríkjunum meðal annars fullan námsstyrk í sumum af bestu skólunum. Þar er búið að ryðja brautina. Ertu tilbúinn að skuldbinda þig til þess að vera með í þessari ótrúlegu ferð? Sund getur opnað margar leiðir en það er mikil vinna! Vertu með!