Fréttir

515 bestu tímar og fyrstu tímar hjá ÍRB sundkrökkunum á Gullmóti KR
Sund | 12. febrúar 2013

515 bestu tímar og fyrstu tímar hjá ÍRB sundkrökkunum á Gullmóti KR

Vááá þessi árangur er stórkostlegur. Hamingjuóskir til allra sundmanna sem voru á mótinu um helgina. Gullmótið er eitt lengsta mót ársins en krakkarnir voru kátir og lærðu heilmikið á því að taka þátt. Fjölmargir unnu til verðlauna og hin árlega KR Superchallenge stóð fyrir sínu. Í ár ákváðu elstu krakkarnir að taka ekki þátt og hvíla sig frekar fyrir sundin sín morguninn eftir en þó áttum við 12 sundmenn 12 ára og yngri sem voru með. Eiríkur Ingi Ólafsson vann silfur í 13-14 ára Drengjaflokki en Ingunn Eva Júlíusdóttir vann brons í 13-14 ára Telpnaflokki og óskum við þeim til hamingju. Næsta stóra mót fyrir flesta verður Páskamót ÍRB eftir tæpan mánuð og nú eru elstu sundmennirnir farnir að búa sig undir ÍM50 sem verður eftir minna en 60 daga. Bestu þakkir fyrir frábæra helgi til allra sem tóku þátt á einn eða annan hátt.

Úrslit sundmanna er hægt að skoða hér á síðunni undir Úrslit sundmanna ÍRB