Fréttir

Sund | 5. apríl 2012

6 dagar til stefnu

Nú þegar aðeins 6 dagar eru til stefnu eru sundmenn sem keppa á ÍM50 í næstu viku byrjaðir að synda sig niður og eru að vinna vel að því að auka hraðann.

Það kemur ekki á óvart að það er smá stress í hópnum en það er hluti af ferlinu.

Núna eru sundmenn að æfa sig í slökunartækni bæði við laugina og í jóga.

Tímatökur á æfingum gefa okkur jákvæðar vísbendingar nú þegar sundmenn eru orðnir hressari.

Æfingin í morgun var fróðleg, settir voru tímar á töfluna fyrir hvern sundmann sem þeir áttu að reyna að ná. Þetta var gert fjórum sinnum. Sumir náðu tímanum sínum en aðrir „ákváðu“ að ná þeim ekki. Hópurinn var látinn stoppa og ræða saman um málið og í síðustu endurtekningunni náðu allir tímanum sínum og flestir vel það.

Nú verða sundmenn að ákveða að skara fram úr, þeir verða að ákveða að vera bestir.

Markið nálgast og þetta myndband sýnir nákvæmlega það sem ég vil að sundmennirnir okkar geri. Þegar þeir halda og allir aðrir halda að þeir geti ekki meira þá uppgötvi þeir innra með sér að þeir geti enn meira.

http://www.youtube.com/watch?v=IZ-_3Ug3wqU&feature=related