6 gull í Darmstadt
Sundmennirnir okkar rökuðu til sín verðlaunum á fyrri degi alþjóðlegs
sundmóts í Darmstadt, Þýskalandi. Alls sigruðu sundmenn ÍRB í 6 greinum,
þar að auki hlutu þeir 10 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun. Nokkrar athyglisverðar
bætingar hafa litið dagsins ljós, en nánar verður fjallað um frammistöðu sundmannanna
eftir helgi. Keppninni lýkur í dag og verður forvitnilegt að sjá hver afrakstur dagsins verður.