Fréttir

6 leiðir til að ná hámarksárangri í sundi
Sund | 19. febrúar 2014

6 leiðir til að ná hámarksárangri í sundi

Það er mikil vinna að ná markmiðum sínum í sundi. Ekki bara að það feli  í sér mikla erfiðisvinnu, klukkustundum saman í sundlauginni, heldur þurfum við að takast á við okkar eigin ótta. Óttann að mistakast, óttann að sigra, óttann að líta illa út.

Í raun þá er öll erfiðisvinnan, öll áskorunin, sem gerir fólk að meisturum og stundum lítur vinnan út fyrir að vera miklu erfiðari en hún er í raun. Auðvelda leiðin er að gefa eftir og falla í meðalmennskuna í sundinu. Þegar við föllum í þá gryfju þá endum við á því að stíga skref afturábak. Draumar okkar og markmið verða falin á dimmum stað í huga okkar og viljinn til að taka áhættuna hverfur. 
Til að sjá virkilegan árangur í sundinu þá verður þú að opna fyrir möguleikann á mistökum. Fyrir marga hljómar þessi möguleiki ekki vel, er of erfitt og þeir hræðast það. Hinn möguleikinn, öryggið að sigla með straumnum, bara nóg til að komast áfram – er miklu auðveldara. Öruggara.

Við þurfum stöðugt að stökkva fram af bjarginu og þróa með okkur vængi á leiðinni niður.
Kurt Vonnegut

Hér eru 6 ráð til að synda út í sigurvegarahópinn

1. Taktu skref áfram, skiptir ekki máli hve lítið. Fyrsta skrefið er alltaf það erfiðasta. Það er þegar afsökunarvélin í heilanum þínum er í botni til að finna ástæður til að fara ekki áfram.  Að halda sér í kyrrstöðu, vera örugg. Reyndu ekki að breyta öllu í vanaferli þínu strax í byrjun – taktu bara fyrsta skrefið, sama hve lítið eða ómerkilegt það sýnist vera í áttina að yfirmarkmiðinu.


2. Gerðu það sem hræðir þig í æfingunum þínum.  Það er mjög auðvelt að halda sig inni í þægindarammanum á æfingum. Taktu vel á móti erfiðleikum og öðrum hlutum sem hræða þig – mikil erfiðisvinna, að skuldbinda sig 100% að þínum árangri – því það eru hlutirnir sem setja getu þinni lausan tauminn.

3. Taktu fagnandi nýjum markmiðum og uppbyggilegri sjálfsgagnrýni. Þegar þú lýgur að sjálfum þér einu sinni er alltaf auðvelt að gera það aftur. Að vera meðvitaður um hvernig staðan sé – án þess að merkja það sem gott eða slæmt – hjálpar þér að setja þér raunsæ markmið og hjálpar þér að komast hjá því að setja þér markmið sem passa ekki við getuna þína.

4. Ef þér mistekst, gerðu það með höfuðið hátt. Það er engin skömm að mistakast eitthvað sem aðrir þora ekki að gera. Vertu stoltur af því að taka áhættuna og reyna að ná þínum markmiðum þegar þú fékkst tækifæri til þess. Hunsaðu það sem áhorfendur hafa að segja og láttu ekki það sem aðrir segja koma í veg fyrir næsta skref sem þarf að taka.

5. Komdu tilbaka af krafti, vopnaður reynslunni sem þú lærðir. Þegar þú ert sleginn niður þá eru fyrstu viðbrögðin oft að hörfa. Neikvæðar hugsanir koma aftur í hugann og halda áfram að segja þér „Ég sagði að þú gætir þetta ekki“. Einbeittu þér í staðinn að því sem við þurfum að læra – hvað ætlum við að gera öðruvísi í þetta skipti? – og koma svo tilbaka af miklum krafti.

6. Erfðu hlutirnir þynna hjörðina. Allir sundmennirnir í hópnum þínum eða í liðinu þínu vilja ná árangri. Þeir vilja verða þekktir af getu sinni og hæfileikum. En sumir eru kanski hræddir að mæta snemma. Hræddir að takast á við erfiðasta hlutann. Hræddir við að líta út eins og sá sem hefur tapað. Hræddir að reyna og mistakast fyrir framan vini sína, þjálfara og fjölskyldu.
Ert þú tilbúinn að leggja á þig erfiðisvinnuna sem aðrir þora ekki?