Fréttir

7 dagar í ÍM25, 14 í bikar
Sund | 15. nóvember 2013

7 dagar í ÍM25, 14 í bikar

Þegar aðeins 7 dagar eru til ÍM25 eru elstu sundmenn okkar á fullu í undirbúningi. Nú hefur veikindum fækkað og langflestir komnir á fullt í æfingum og eru að leggja mikið á sig í undirbúningnum fyrir mótið í næstu viku. Það er mikilvægt að helgin sé notuð til hvíldar fyrir þá sem eru að fara að keppa. Sundmenn verða að passa vel upp á sig og halda sér heitum.

 

Í næstu viku eiga allir í elstu hópunum sem keppa á ÍM25 að mæta á allar 8 æfingarnar, mánudag til fimmtudags. Æfingatíminn styttist mikið í næstu viku svo það er mikilvægt að skoða vel æfingatöfluna sem gildir fyrir þetta tímabil. Æfingarnar eru 1,5 klst á mánudag en styttast jafnt og þétt niður í 1 klst á fimmtuag.

 

Allir sundmenn í Keppnishópi sem ekki eru að synda á ÍM25 keppa á Bikar svo það er mikilvægt að þeir æfi líka vel fyrir liðið. Æfingin þeirra á laugardagsmorgun verður með Framtíðarhópi.

 

Helgina eftir ÍM25 er Bikar keppnin sem ekki hefur verið haldin í nokkurn tíma. ÍRB ætlar að senda lið í kvenna og karlaflokki í 1.deild og annað kvennalið í 2. deild. Á Bikar keppa allir til stiga og liðin keppa sín á milli. Hvert sekúdubrot gefur fleiri stig svo hver sundmaður ber ábyrgð á því að æfa vel fyrir liðið sitt.

 

Æfið vel þessar síðustu vikur-leggið ykkur fram, hvílið ykkur mikið, hugsið meira og borðið rétt!