Fréttir

Sund | 7. mars 2012

Að kaupa ný keppnisföt

Á Íslandi vill svo oft tíðkast að þegar við kaupum okkur keppnisföt þá viljum við hafa þau sem þægilegust og ekki of lítil. Við förum í búðina að kaupa keppnisföt og spurjum starfsfólkið um stærð og hvað er best. En raunin er sú að þau vita ekki alveg um hvað þetta snýst og hvað er best. Þetta snýst ekki um að hafa gallan svo stóran að við rennum léttilega í gallann og hann bara er þæginlegur á okkur. Sundmenn á heimsmælikvarða og eins líka okkar bestu sundmenn á Íslandi eiga í miklum erfiðleikum með að klæða sig í gallann, og nota margir hverjir hjálp frá hvor öðrum til að komast í gallann. Gallarnir eru mjög þröngir og ekki þægilegt að vera í þeim til lengdar. Þið hafið eflaust tekið eftir því hjá stelpum að við setjum bolinn ekki uppá axlir fyrr en rétt fyrir sund og eftir sundið eru bolirnir strax teknir af öxlunum, því þeir eru einfaldlega svo þröngir og óþæginlegt að hafa þá á öxlunum til lengdar.

 

Fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að kaupa ný keppnisföt fyrir börnin ykkar í framtíðinni þá endilega talið við eldri sundmenn í afrekshóp og fáið upplýsingar um það hvaða númer við erum að nota og nýtið ykkur þær upplýsingar til að kaupa á ykkar börn.

 

Hér eru dæmi um nokkur númer sem sundmenn í ÍRB nota:
Árni Már notar keppnisskýlu númer 27
Jóna Helena notar keppnissundbol númer 26
Davíð Hildiberg notar keppnisskýlu númer 26
Jóhanna Júlía notar keppnissundbol númer 25
Erla Dögg notar keppnissundbol númer 25 Long

 

Þarftu stærri keppnisbol en Árni Már sem er 2 m eða Erla Dögg sem er 1,80 m?