Fréttir

Sund | 31. maí 2010

Að lokinni Bikarkeppni SSÍ

Þrátt fyrir góða stemmingu og baráttu þá náðum við því miður ekki Bikartitli þetta árið. Við setjum markið jafnan hátt og viljum vinna Bikar. Á þessu móti söknuðum nokkra sundmanna úr hópnum. Í því ljósi  getum við unað sátt við 2. sæti kvenna og 3. sæti karla. Til hamingju með það sundmenn og þjálfarar. J

 

Við erum með ungt lið og erum að fara í gegnum kynslóðaskipti þannig að það munu ekki líða mörg ár þangað til við hömpum fyrsta sætinu að nýju!

 

Foreldrar létu ekki sitt eftir liggja, mótshaldið gekk mjög vel og enn aftur sýndum við að við kunnum svo sannarlega að halda sundmót J

 

Kærar þakkir til ykkar allra sem komu að bæði Bikarkeppninni og Sparisjóðsmótinu, það er gott að vera hluti af jafn flottum og kröftugum og hressum hóp J

 

Sundráð ÍRB

 Bikarmeistarar karla og kvenna 2008.