Að loknu World Cup
Árangur sundfólksins á World Cup var mismunandi en þau fóru ekki “hvíld” í þetta mót þar sem stutt er í íslandsmótið. Ljóst er þó að margir jákvæðir punktar komu úr ferðinni og keppni þessi verður frábær í reynslubankann. Eitt íslandsmet leit dagsins ljós, og þrjú ÍRB met. Sindri setti íslandsmet í 200 flug og tvö ÍRB met, 200 flug og 100 flug og Jóna Helena setti ÍRB met í 800m skriðsundi.Sundmennirnir voru til fyrirmyndar í ferðinni fyrir félagið og Ísland. Til hamingju sundmenn :-) stjórn og þjálfarar.