Fréttir

Sund | 27. júní 2010

Að loknum laugardegi á AMÍ

Krakkarnir okkar héldu áfram að standa sig vel í dag og komu nokkrir aldursflokkameistaratitlar í safnið í dag og margir komust á pall og urðu í 2. og 3. sæti. Krakkarnir hafa allir staðið sig með miklum sóma og hafa krakkarnir verið að bæta tímana sína mikið. Við erum enn í 2. sæti eftir daginn og sundlið Ægis er í því 1. Eitt telpnamet var sett í dag en það var telpnasveit okkar í 4 x 100 m fórsundi sem setti metið nú undir lok dags. Glæsilegt hjá þeim. Sveitina skipa þær Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir og syntu þær á 4:39.61.Það er gaman að sjá stemninguna í hópnum og eru allir að standa sig vel og til að mynda eru 7 sundmenn sem eru að synda í fyrsta skipti á AMÍ. Þeir eru Ingunn Eva Júlíusdóttir, Sylwia Sienkiewicz, Sunna Dögg Friðriksdóttir, Guðrún Eir Jónsdóttir, Ástrós Lind Guðbjörnsdóttir, Sandra Ósk Elíasdóttir og Eiríkur Ingi Ólafsson og hafa þau öll staðið sig með miklum sóma og hafa sést mikla bætingar hjá þeim. En þeir sem urðu aldursflokkameistarar eftir 5. hlutann eru:

Jóhann Júlíusdóttir í 200 metra fjórsundi

Einar Þór Ívarsson, Stefán Örn Ólafsson, Baldvin Sigmarsson og Sveinn Ólafur Lúðviksson í 4 x 400 metra fjórsund boðsund.

Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir í 4 x 400 metra fjórsund boðsund.

Á morgun heldur mótið áfram og vonandi halda sundmenn okkar áfram að bæta sig. Hér að neðan má sjá mynd af boðsundssveit 13 - 14 drengja glaðbeitta á verðlaunapalli, Baldvin, Einar, Stefán og Svein.