Aðalfundur Sunddeildar Keflavíkur 28. janúar
Aðalfundur Sunddeildar Keflavíkur verður haldinn í K-húsinu við Hringbraut mánudaginn 28. janúar klukkan 20:00. Á fundinum verða hefðbundinn aðalfundarstörf tekin fyrir. Við hvetjum sem flesta, foreldra, sundmenn og velunnara deildarinnar að mæta og kynna sér störf deildarinnar og vitaskuld er velkomið að leggja orð í belg og koma með tillögur og hugmyndir.
Stjórnin.