Aðeins 10 vikur í AMÍ!!!!
Undirbúningur fyrir AMÍ er nú að hefjast. Sundmenn eru að stilla fókusinn á eitt stærsta mót ársins sem haldið verður á Akureyri í sumar. Þetta er eina Íslandsmótið þar sem sundmenn keppa um stig í aldurshópum, 11-12, 13-14, 15-16 og 17-18 ólíkt opnum mótum þar sem allir keppa við alla óháð aldri. Þetta er frábært tækifæri fyrir ungt lið í mótun þar sem sundmenn okkar hafa möguleika á að vera fremstir í sínum aldursflokki í stað þess að keppa við mun eldri og reyndari sundmenn um verðlaunasæti. Árangri ná aðeins þeir sem eiga sér draum um árangur og leggja vinnu í að ná honum. Ég hvet allar fjölskyldur, sérstaklega frá Hákörlum og upp úr að leggja sig fram, taka aukaæfingar í lauginni, setja sér skýr markmið og láta slag standa. Stefnum á árangursríkan undirbúning fyrir AMÍ. Áfram ÍRB!!!!!
Anthony