Aðventumót og jólamót
Aðventumót
Helgina 5. - 7. desember verður Aðventumót Sverðfiska, Háhyrninga, Framtíðarhóps, Áhugahóps, Keppnishóps, Úrvalshóps og Landsliðshóps haldið í Vatnaveröld. Mótið er í fimm hlutum og hefst á föstudagssíðdegi.
Á þessu móti geta sundmenn synt greinar til að ná hærri Ofurhugaviðurkenningunum á lokahófinu okkar í maí. Einnig er þetta mót sett á í desember svo að sundmenn geti sett Keflavíkur-, UMFN- eða ÍRB-met svo við tölum nú ekki um íslensk met í öllum aldursflokkum. Mótið verður með jólalegu ívafi og langar okkur til að gera okkur glaðan dag á sunnudeginum eftir síðasta hlutann með okkar árlega hlaðborði.
Tímasetningar mótsins:
Föstudagur
Upphitun 16:00
Mót 17:00 – 19:45 (áætlað)
Laugardagur
Upphitun 8:00
Mót 9:00-12:40 (áætlað)
Upphitun 15:00
Mót 16:00-18:40 (áætlað)
Sunnudagur
Upphitun 8:00
Mót 9:00-10:50 (áætlað)
Upphitun 14:00
Mót 15:00-17:10 (áætlað)
Kökuhlaðborð 17:00-18:00
Okkur langar að sameinast í því að allir komi með eitthvað á hlaðborð þennan dag eins og síðasta ár sem var mjög vel heppnað. Við ætlum að vera í Vatnaveröld á milli 17 og 18 sunnudeginum og borða saman. Sundráð sér um drykkir og það verður hellt upp á kaffi en allir koma með eitthvað á veisluborðið. Gott væri að foreldrar sundmanna í Landsliðs, Úrvals,- og Keppnishópi kæmu með eitthvað brauðkyns. Brauðtertur og annað brauðkyns s.s. réttir og rúllur eru velkomnar en við höfum ekki aðstöðu til að hita neitt upp. Flatkökur með hangikjöti eða brauð og salad er líka góð hugmynd. Það væri svo frábært ef foreldrar sundmanna í Sverðfiskum, Háhyrningum, Framtíðarhópi og Áhugahópi gætu komið með eitthvað sætt eins og kökur.
Við biðjum alla foreldra um að skrá sig á meðfylgjandi slóð þannig að við getum haldið utan um hvað hver kemur með og hverjir hafa skráð sig.Vinsamlega skráið ykkur fyrir föstudaginn 5.desember.
Skráning fer fram á skráningarsíðu-smella hér.
Einnig hvetjum við alla foreldra sem verða í Vatnaveröld þessa helgi að koma og bjóða sig fram til starfa á þessu móti. Dómarar og tæknifólk verður að störfum og svo vantar alltaf riðlastjóra og hlaupara. Endilega setjið ykkur í samband við okkur á: harpastina@gmail.com.
Jólamót
Jólamót ÍRB verður haldið þriðjudaginn 9. desember í Vatnaveröld.
Upphitun hefst kl. 16:45 og mótið hefst kl. 17:30.
Allir sundmenn í Löxum og upp úr taka þátt eða um 170 sundmenn og við stefnum á að móti ljúki um kvöldmatarleytið. Sundmenn 10 ára og yngri fá þáttökuverðlaun og allir sundmenn fá mandarínu í glaðning frá jólasveininum.