Fréttir

Sund | 21. október 2009

Æfingabúðir 23. og 24. október

Kæru foreldrar og sundmenn
Þá er komið að æfingabúðum fyrir Seli, Höfrunga og Hákarla.
Sundmenn mæta í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur föstudaginn 23. október kl. 16.30 og áætluð lok eru kl. 13.30 laugardaginn 24. október, þar sem að foreldrar sækja sína sundmenn í Sundmiðstöðina í Keflavík. Kostnaður er 1000 kr á sundmann, og greiðist við komu.
Það sem þarf að hafa meðferðis er; sundföt, 2 handklæði, sundgleraugu og sundhettu. Svefnpoka, kodda og lak. Náttföt og tannbursta. Íþróttaföt og útiföt.
Boðið verður upp á kvöldmat á föstudaginn og kvöldsnarl en sundmenn verða að hafa meðferðis hollt og gott nesti ásamt morgunverði ekki morgunkorn. Gott er að hafa með sér ávexti.
Tilkynna skal þátttöku til þjálfara með sms skilaboði í síðasta lagi fimmtudaginn 22. október.

 Kær kveðja

Gummi – 773-8091

Guðný Ester – 891-6204

Jóhanna – 693-2288

Sóley – 867-7460