Fréttir

Æfingadagur 3 fimmtudaginn 9. maí
Sund | 3. maí 2013

Æfingadagur 3 fimmtudaginn 9. maí

 

Þeir sundmenn sem æfa í Sprettfiskum, Flugfiskum, Sverðfiskum og  Háhyrningum fá að æfa sig að synda í 25 m laug fimmtudaginn 9. Maí kl. 10-12 í Vatnaveröld. 

Breyta þurfti dagsetningu æfingadagsins þar sem tæma á laugina um helgina til þess að hægt sé að taka falska botninn úr lauginni fyrir Landsbankamót sem er næstu helgi. 

Markmið æfingadagsins er tvíþætt:

1)     Undirbúa sundkrakkana fyrir Landsbankamót sem verður í þessari sömu laug daginn eftir.

2)     Gefa krökkunum tækifæri á því að vinna með nokkrum af efnilegustu sundmönnum landsins og hlusta á þá svara spurningum um hvernig sundlífið er. Krökkunum er boðið að koma með spurningar sem þau langar til þess að leggja fyrir eldra sundfólkið.

Sundmenn þurfa að vera tilbúnir og komnir í sundföt kl. 10.00 svo mælt er með því að mæta kl. 9.45. Allir þurfa að hafa sundgleraugu og sundhettu með sér. Á æfingunni verða ýmis tækniatriði æfð undir stjórn yfirþjálfara og með þjálfurum yngri hópa. Sjáumst öll á laugardaginn!