Fréttir

Sund | 2. ágúst 2010

Æfingaferð 5. dagur

Þá er fimmti dagurinn liðinn og eins og allir hinir var hann góður. Morgunæfingin gekk vel og síðan fóru örfáir á ströndina með Anthony en hinir voru í sundlaugargarðinum í rólegheitum. Seinni æfingin var svo tækniæfing sem endaði á boðsundi með sundmönnum ÍA. Svo má ekki gleyma úrslitunum í mini-golfinu. Í verðlaun var ís fyrir þá sem myndu fara uppfyrir besta fararstjórann eða þjálfarann. Í efstu þremur sætunum urðu: Þröstur í þriðja, Marín í öðru og Falur fararstjóri í fyrsta. Þannig að enginn á ís inni hjá farastjórunum. Kvöldinu var svo eytt á hótelinu, allir komnir upp á herbergi kl. 22:00 og ró kl. 23. Stefnum á eina æfingu á morgun kl. 9 (krakkarnir fá bara að sofa út) og síðan verður farið í Terra Mitica kl. 16:00 fram á kvöld. Spennandi dagur fram undan.