Fréttir

Sund | 2. nóvember 2007

Æfingaferð til Calella 2008 - Mikilvægar upplýsingar

Á næsta ári fer ÍRB, sundmenn fæddir 1996 og eldri, í æfingaferð til Calella á Spáni. Farið verður út 28. júli og komið heim 8. ágúst. Ferðin var kynnt á foreldrafundi í gærkvöldi. Á fundinum var stofnuð fjáröflunarnefnd, en hana skipa Anna María, Laufey, Rannveig, Jóhanna og Ásta. Auk þess má gera ráð fyrir stuðningi frá "mömmurössunum" og Sverri. Aðrir foreldrar munu eftir fremsta megni styðja nefndina með góðum hugmyndum og verkefnagleði :-) 

Þeir foreldrar sem vilja breyta ferðaplönum barna sinna, til dæmis ef til stendur að lengja ferðina í annan hvorn endann, þurfa að huga að þeim málum sem allra fyrst. Við þurfum helst að koma slíkum óskum til ferðaskrifstofunnar  í NÆSTU VIKU, Þ.E.A.S. FYRIR 9. NÓVEMBER, annars eru minni líkur á því að hægt verði að koma til móts við þær! Séróskum, þarf að koma skriflega til þjálfara.