Fréttir

Æfingar eftir sumarfrí-mikilvægt!
Sund | 6. júlí 2012

Æfingar eftir sumarfrí-mikilvægt!

 

Lokadagur sundæfinga tímabilið 2011/2012 er laugardagurinn 7.júlí. Þetta eru síðustu æfingarnar og tímabilið endar hjá sundmönnum með því að nokkrir sundmenn keppa á NMÆ og EMU í 50m laug þessa helgi. Æfingar hefjast aftur fyrir þá sem eru að fara til Danmerkur þriðjudaginn 24. júlí, seinnipartsæfing. Þessa viku verða æfingarnar frá kl. 17-19 seinnipartinn og frá kl. 9 – 11 á morgnana.  Mjög mikilvægt er að allir sem eru að fara í ferðina mæti á þessar æfingar.

 

Liðið mun síðan fara til Danmerkur mánudaginn 30. júlí og kemur heim að morgni mánudagsins 6. ágúst. Æfingar hefjast svo af fullum krafti fyrir alla afrekshópa þriðjudaginn 7. ágúst með seinnipartsæfingu.

 

Aðrir hópar hefja æfingar aftur þann 20. ágúst  samkvæmt nýrri æfingatöflu sem auglýst verður fljótlega.

 

Hafið það gott í fríinu!