Fréttir

Sund | 12. mars 2011

Áframhaldandi velgengni í lauginni

Liðsmenn ÍRB halda áfram að gera góða hluti í Vatnaveröld þar sem öðrum hluta Bikarkeppni Íslands var að ljúka rétt í þessu.  Sundmennirnir voru undantekningarlítið að bæta sína fyrri tíma og í mörgum tilfellum var um stórbætingar að ræða.  Ólöf Edda Eðvarðsdóttir setti íslenskt telpnamet í 200 metra flugsundi en metið var í eigu liðsfélaga hennar Soffíu Klemenzdóttur.  Jóna Helena Bjarnadóttir hélt áfram að synda einstaklega vel þegar hún bætti ÍRB metið í 800 metra skriðsundi um 3 sekúndur.  Soffía Klemenzdóttir sem tók metið í 100 metra baksundi í gær bætti einnig metið í 200 metra baksundi í morgun.  Baldvin Sigmarsson synti flott 200 metra flugsund þar sem hann bætti ÍRB metið í drengjaflokki.  Sem stendur eru stelpurnar í öðru sæti á eftir stelpunum í Ægi og strákarnir eru komnir upp um eitt sæti í það fjórða.  Síðasti hluti mótsins hefst kl. 16:30 í dag. Áfram ÍRB.