Ágætis árangur á VÍS móti Ægis
Sundmennirnir okkar náðu ágætis árangri á VÍS móti Ægis sem fram fór núna um helgina. Flestir sundmannanna voru að bæta sinn árangur sem gefur góð fyrirheit fyrir tímabilið sem framundan er. Þau Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Kristófer Sigurðsson og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir voru sigursælust okkar sundmanna á mótinu. Kristófer Sigurðsson hlaut þar að auki verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur í sveinaflokki. Boðsundssveitir sveina og meyja náðu mjög góðum árangri og hlutu verðlaun í öllum boðsundum sem í boði voru. Á mótinu náði Davíð Hildiberg Aðalsteinsson tilsettum tímalágmörkum fyrir þátttöku á Norðulandameistaramóti unglinga sem fram fer í desember.