Ágætis byrjun í Monaco, Erla með gull
Smáþjóðaleikarnir hófust í gær og stóðu sundmennirnir okkar sig alveg ágætlega. Erla Dögg Haraldsdóttir sigraði 200 metra fjórsund á nýju mótsmeti og Birkir Már og Davíð Hildiberg voru rétt við sína bestu tíma og einnig rétt við verðlaunasæti. Okkar fólk heldur áfram keppni í dag og að sjálfsögðu er stefnan sett á bættan persónulegan árangur og verðlaunasæti. Sigrún Brá Sverrisdóttir og Örn Arnarson settu í gær Íslandsmet, Sigrún í 200 metra flugsundi og Örn í 100 metra skriðsundi. Þjálfari íslenska landsliðsins í þessu verkefni er Steindór Gunnarsson yfirþjálfari ÍRB.