Áheitasund ÍRB á Ljósanótt
Föstudaginn 04. september munu sundmenn ÍRB synda með aðstoð og eftirfylgni björgunarsveitarininnar Suðurnes frá Víkingaheimum yfir í smábátahöfnina í Grófinni. Þ.e. frá Íslendingi til Skessunnar.
Tveir fylgdarbátar frá björgunarsveitinni Suðurnes munu fylgja sundmönnum afrekshóps ÍRB á leiðinni en þeir munu skiptast á og synda tveir í einu í 10-15 mínútur í senn.
Áætlað er að fara af stað kl 15.30 frá Víkingaheimum og koma að landi ca. 1 - 2 klst. síðar, allt eftir aðstæðum.
Sundmenn vonast eftir góðu veðri og ljúfum straum bæði frá íbúum bæjarins þegar þau safna áheitum sem og Ægi konungi þegar þau eru á sundi.