Fréttir

Sund | 17. maí 2008

Aldursflokkamet og góður árangur á 2. hluta Sparisjóðsmótsins

Annar hluti Sparisjóðsmótsins fór fram í morgun og gekk mjög vel. Nýtt aldursflokkamet leit dagsins ljós þegar Freysteinn Viðar Viðarsson úr sundfélaginu Óðni setti nýtt met í 400m skriðsundi i flokki drengja 13 - 14 ára á tímanum 4.39.35. Gamla metið átti Gunnar Steinþórsson frá árinu 1998. Erla Dögg Haraldsdóttir heldur áfram að vera sjóðheit en núna var hún aðeins hársbreidd frá elsta meti kvenna í 50m laug, 200 m bringusundi á tímanum 2.34.22. Gamla metið á Ragnheiður Runólfsdóttir frá árinu 1991 2.34.08. Keppni í 3. hluta Sparisjóðsmótsins er að hefjast en þar keppa sundmenn 12 ára og yngri.