Fréttir

Alexandra er sundmaður mánaðarins í Keppnishóp
Sund | 5. mars 2013

Alexandra er sundmaður mánaðarins í Keppnishóp

Sundmaður febrúarmánaðar í Keppnishóp er Alexandra Wasilewska. Hér er hún með liðsfélögum sínum Erlu og Berglindi.

 

1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Síðan ég var 4 ára.
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
8-9 sundæfingar
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Þrek
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Ná 650 fina stigum
5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
700 fina, komast í landsliðshóp og landsliðsverkefni
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Allar utanlandsferðirnar
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
Ekkert sérstakt ennþá, en held að það sé bara AMÍ 2010 þar voru mínar mestu bætingar
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
800 skrið á AMÍ 2010
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
800 og 400 skrið, 400 fjór og 200 flug
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Vekjaraklukkan
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Ryan Lochte
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
Mömmu
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
Borabora, París, Kína og Ástralíu
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
Elska að versla
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Ég er ekki mikið fyrir að lesa þannig að ég á ekki einhverja mína uppáhalds bók en bíómyndin er Dear John
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Peanut butter m&m
17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
þrjósk, klikkuð og einstök var mér sagt
18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Lúlli úr Ísöld