Algjörir yfirburðir á Gullmóti KR
Sundlið ÍRB sigraði á Gullmóti KR með algjörum yfirburðum. Lið ÍRB hlaut 1447 stig í 1. sæti en í öðru sæti hafnaði KR með með 731 stig og í 3. sæti SH með 602 stig. Lið ÍRB tók forystuna strax frá fyrstu sundum á föstudeginum og hélt henni til loka mótsins án þess að nokkuð lið gæti ógnað þeim. Sundmennirnir voru heilt í gegn að synda mjög vel og sýndu margir hverjir frábærar framfarir. Þó sérstaklega yngri sundmennirnir sem fóru gjörsamlega á kostum í mörgum greinum. Eldri sundmennirnrir voru líka að koma með frábær sund þrátt fyrir stífar æfingar en þeirra aðalmót er IM 50 í apríl og miðast æfingar við að ná besta árangri þar. Tveir sundmenn náðu þó lagmörkum inní unglingalandslið SSÍ fyrir keppnisferð til LUX. Það voru þau Jóna Helena Bjarnadóttir og Gunnar Örn Arnarson og bætast þau nú í hópinn með Soffíu Klemenzdóttur. Nánari fréttir af mótinu síðar.