Fréttir

Sund | 8. júní 2007

Allir í sund með Símanum og SSÍ

Þann 9. júní næstkomandi blása Síminn og SSÍ til hátíðar á sundstöðum um allt land.
Við hvetjum sem flesta í Reykjanesbæ til að skella sér í sund og njóta dagsins í Vatnaveröld. Á milli kl. 13 -16 verða ungmenni frá sundfélögunum á staðnum
og standa fyrir léttum leikjum sem sundgestir geta tekið þátt í og átt þess kost að fá í staðinn skemmtilegar sundgjafir. Þá verður hægt að skrá börn á sundnámskeið í sumar bæði í Keflavík og Njarðvík.

Smellið á myndina til að fá frekari upplýsingar um daginn.